Heimilin losa meira en árið 2016

Íslensk heimili losa meiri gróðurhúsalofttegundir nú en þau gerðu árið …
Íslensk heimili losa meiri gróðurhúsalofttegundir nú en þau gerðu árið 2016. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á Íslandi er langmest losun frá flutningum og þar á eftir framleiðslu, sé miðað við tölur frá 2016. Fyrir utan þessar tvær greinar eru það landbúnaður og fiskveiðar og svo heimilin sem losa mest af gróðurhúsalofttegundum hér á landi.

Af þessum greinum hefur losunin minnkað alls staðar frá 2016 fram til fyrri árshelmings 2021 nema í heimilageiranum þar sem losun hefur aukist um 12%.

Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. 

Mest hefur dregið úr losun frá flutningum og geymslu þar sem losunin í ár er einungis um 40% af því sem hún var 2016. Notkun einkabílsins fellur undir losun heimila og er stærsti losunarliður þar. 

„Þannig var losun koltvísýringsígilda vegna aksturs heimilisbifreiða 158 kílótonn á öðrum ársfjórðungi 2021. Það er hæsta gildi sem hefur mælst frá 2016 og um 22% meiri losun en á sama tíma í fyrra,“ segir í samantekt Hagsjánnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert