Sprungurnar geta orðið 150 metra djúpar

Frá Skaftárhlaupi í gær.
Frá Skaftárhlaupi í gær. mbl.is/Jónas Erlendsson

Rennsli hefur farið hægt minnkandi í Skaftá við Sveinstind síðustu klukkustundir, samkvæmt Facebook-færslu Veðurstofu Íslands. „Miðað við framgang hlaupsins og fyrri hlaup úr vestari katlinum má gera ráð fyrir að hlaupvatn verði áfram í Skaftá næstu daga og rennslistölur háar miðað við árstíma,“ segir í færslu Veðurstofunnar.

„Þegar hleypur úr katlinum springur jökullinn upp, en sprungurnar geta verið allt að 100-150m þar sem þær er dýpstar,“ segir í færslu Veðurstofunnar sem birti myndskeið af djúpum sprungum á síðu sinni í kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert