Stór hluti umsækjenda fái inn í iðnnám

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Útlit er fyrir að stór hluti þeirra nemenda sem vísað var frá Tækniskólanum getið hafið nám í öðrum verk- og iðngreina skólum, en loka innritunartölur munu koma í október.

Þetta kemur fram í svari mennta- og menningarmálaráðuneytisins við skriflegri fyrirspurn mbl.is um umsækjendur í iðnnám sem ekki fengu inngöngu í Tækniskólann.

Ljóst að aðgerðir hafi skilað sér

„Ég tel ljóst að aðgerðir sem miða að fjölgun nemenda í starfs- og tækninámi hafa skilað sér margfalt, sérstaklega í byggingar- og rafiðngreinar, og er það fagnaðarefni,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í samtali við mbl.is.

Fyrr í vikunni ályktaði miðstjórn Samiðnar um stöði iðnnáms þar sem meðal annars var bent á að 700 nemendur fengju ekki inngöngu í iðnnám. 

Í svarinu segir að ráðuneytið fylgist vel með innritun nemenda og gerir það í góðu samstarfi við Menntamálastofnun.

Þar kemur einnig fram að markvisst hafi verið unnið að fjölgun nemendum í starfs- og tækninámi á framhaldsskólastigi og aukins vægis starfsmenntunar í skólakerfinu. 

Fleiri setja iðnnám í fyrsta val

Fleiri grunnskólanemar sækja um starfs- og tækninám í fyrsta vali að loknum grunnskóla og umsóknir eldri nemenda eru fleiri en áður. Þegar ég kom í mennta- og menningarmálaráðuneytið setti ég mér það markmið að auka veg og virðingu verk- og iðnnáms hér á landi og að því höfum við unnið í frábærri samvinnu við fjölda aðila í skólakerfinu og atvinnulífinu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir.

Í svörum ráðuneytisins er einnig farið yfir aðgerðir sem ráðist hefur verið í til að efla iðnnám. Þar segir að auknir fjármunir hafi verið settir í framhaldsskólakerfið, vinnuhópur hafi unnið að því að kortleggja húsnæðisþörf fyrir iðn- og tæknimenntun á framhaldsskólastigi og áform séu um byggingu viðbótarhúsnæðis fyrir starfsmenntun við Fjölbrautaskólann í Breiðholti.

Nýtt húsnæði fyrir Tækniskólann í farvatninu

„Jafnframt hefur verið undirrituð viljayfirlýsing um framtíðarhúsnæði Tækniskólans við Suðurhöfnina í Hafnarfirði. Með nýrri byggingu er ætlunin að sameina starfsemina undir einu þaki, í nútímalegu húsnæði sem uppfyllir þarfir skólans og nemenda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert