Ratcliffe lánaði nýja jeppann sinn í tökur Thule á Hvolsvelli

Grenadier-jeppi auðmannsins Jim Ratcliffe hefur vakið athygli
Grenadier-jeppi auðmannsins Jim Ratcliffe hefur vakið athygli

„Þetta er eitt af 60 prufueintökum sem til eru í heiminum og virkilega ánægjulegt að fá afnot af bílnum,“ segir Bjarni Ingimar Júlíusson, sölustjóri hjá Stillingu.

Nú standa yfir tökur á kvikmynd um Thule-vörur og vörumerkið í nánu samstarfi við alþjóðlega talsmenn og áhrifavalda vörumerkisins. Tökurnar fara meðal annars fram á Hvolsvelli og verður áhersla lögð á sýna íþróttafólkið og áhrifavaldana í sínu rétta umhverfi.

Eitt af þeim farartækjum sem notast verður við í tökum fyrir markaðsefni ferðavörufyrirtækisins Thule er Ineos Grenadier sem er hugarfóstur breska auðmannsins Jim Ratcliffe sem á fjölda jarða á Norðausturlandi og hefur gefið sig að verndun villta laxastofnsins þar. Að sögn Bjarna var umræddur bíll þegar á landinu og hafði verið í prófunum fyrir austan. Mun Ratcliffe persónulega hafa lánað Grenadier-jeppann til Thule til að nota við tökurnar.

„Þetta er spennandi, alvörujeppi og ég hugsa að hann eigi eftir að seljast vel hérna. Við ætlum að reyna að sýna hann í Reykjavík við tækifæri,“ segir Bjarni.

Eins og kom fram í Morgunblaðinu í sumar var Grenadier frumsýndur á bílahátíð í júní og ráðgert er að hann komi á markað á næsta ári. Jeppanum hefur verið lýst sem „andlegum arftaka“ Land Rover Defender.

„Er ljóst að fólkið sem hannaði Grenadier var ekki með endurskoðendur á bakinu í hönnunarferlinu og jeppinn smíðaður með þarfir notandans í huga frekar en að reyna að hámarka tekjur og lágmarka útgjöld Ineos,“ sagði í umfjöllun í bílablaði Morgunblaðsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »