Telja oftast ekki brýna þörf á örvunarskammti

EMA og ECDC mæla með því að óbólusettir séu framar …
EMA og ECDC mæla með því að óbólusettir séu framar í röðinni en fullbólusettir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í flestum tilvikum er ekki brýn þörf á örvunarskammti af bóluefni gegn Covid-19 hjá fullbólusettu fólki. Þetta er mat Sóttvarnastofnunar Evrópu (ECDC) og Lyfjastofnunar Evrópu (EMA). Þetta kemur fram á heimasíðu Lyfjastofnunar. 

„Fyrirliggjandi gögn um virkni og vernd allra bóluefna sem fengið hafa leyfi á Erópska efnahagssvæðinu (EES), segja til um að bóluefnin veiti sem stendur mjög góða vörn gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi, sjúkrahúsvist eða andláti. Forgangsröðun í notkun bóluefnis ætti að vera önnur.“

Í yfirlýsingu ECDC og EMA kemur fram að mikilvægt sé að gera greinarmun á viðbótarskömmtum fyrir fólk með veiklað ónæmiskerfi og örvunarskömmtun fyrir þá sem í grunninn hafa góðar varnir. 

„Ýmsar rannsóknir sýna að viðbótarskammtur fyrir ónæmisbælda, eins og líffæraþega, getur aukið varnir þeirra gegn sjúkdómnum. Nú þegar ætti því að íhuga viðbótarskammt fyrir þennan hóp. Þá ætti einnig að koma til álita að bjóða gömlu og hrumu fólki, sérstaklega því sem býr á dvalarheimilum, viðbótarskammt bóluefnis í varúðarskyni.“

Mæla með því að óbólusettir séu framar í röðinni

Þá telja ECDC og EMA mikilgæt að láta ganga fyrir að ná til óbólusettra frekar en að bjóða fullbólusettum örvunarskammt. Tveir af hverjum þremur sem náð hafa 18 ára aldri á EES svæðinu eru óbólusettir. 

EMA metur um þessar mundir gögn um viðbótarskammta bóluefna, og þar með hvort uppfæra þurfi lyfjatexta. Einnig mun EMA rýna í gögn um örvunarskammta.“

Þá segir í tilkynningu á vef Lyfjastofnunar að ákvörðun um framkvæmd bólusetninga fari fram í hverju landi fyrir sig. Sama hvort um grunnbólusetningu, viðbótar- eða örvunarskammt er að ræða.

Hér á landi er örvunarbólusetning viðkvæmra hópa hafin. Þá hafa Janssen-þegar verið boðaðir í auka skammt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert