„Hverjum eiga þá þolendur að treysta?“

Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur sent frá sér ákall sem tekur til …
Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur sent frá sér ákall sem tekur til nokkura atriða til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur sent frá sér ákall til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.

Ákallið, sem sent var til fjölmiðla í kvöld, tekur til ummæla Sigurðar Guðna Guðjónssonar hæsta­rétt­ar­lögmanns og Helga Magnúsar Gunnarssonar vararíkissaksóknara.

„Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“

Öfgar skora á dómsmálaráðherra að skoða mál einstaklinganna og taka skýra afstöðu með þolendum. 

„Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara.“

mbl.is