900 þúsund farþegar fóru í gegnum Leifsstöð í sumar

Í júní, júlí og ágúst á þessu ári fóru nærri …
Í júní, júlí og ágúst á þessu ári fóru nærri 900 þúsund farþegar um flugvöllinn samanborið við tæplega 2,5 milljónir farþega árið 2019. mbl.is/Kristinn Magnússon

Um 64% samdráttur er á fjölda farþega sem fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í sumar miðað við árið 2019. Í júní, júlí og ágúst á þessu ári fóru nærri 900 þúsund farþegar um flugvöllinn samanborið við tæplega 2,5 milljónir farþega árið 2019.

Í tilkynningu frá Isavia kemur fram að töluverð aukning hafi verið á milli sumarsins 2020 og sumarsins 2021, eða um 204% aukning. 

Þá var einnig talsverð aukning á milli júní og ágúst á þessu ári. Í júní fóru um 136 þúsund farþegar í gegnum flugvöllinn samanborið við tæplega 415 þúsund í ágúst. 

Í tilkynningunni kemur fram að 15 flugfélög ætli að fljúga um Keflavíkurflugvöll í vetur, en það gæti breyst eftir aðgerðum á landamærunum.

mbl.is