Íshellan lækkað um 60 metra

Eystri-Skaftárketill. Myndin er úr safni.
Eystri-Skaftárketill. Myndin er úr safni. Ljósmynd/Þorsteinn Þorsteinsson

Íshellan yfir Eystri-Skaftárkatli hefur lækkað um í kringum 60 metra. Rennslið í Skaftá er komið í rúmlega 500 rúmmetra á sekúndu, samkvæmt mæli við Eldvatn.

Rennslið á líklega eftir að halda áfram að aukast, að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands. Hún bætir við að samband við íshelluna hafi rofnað og er það ekki komið á aftur.

Við Sveinstind var rennslið í ákveðnu jafnvægi í nótt og hélt ekki áfram að aukast en núna er það byrjað að aukast á nýjan leik.

Upp úr klukkan átta verður fundað um stöðu mála vegna hlaupsins í Skaftá. Þar koma meðal annars saman sérfræðingar úr Háskóla Íslands og frá Veðurstofunni, ásamt almannavörnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert