Stígamót skora á Áslaugu að setja Helga af

Hanna Björg og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir við höfuðstöðvar KSÍ. …
Hanna Björg og Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir við höfuðstöðvar KSÍ. Steinunn er talskona Stígamóta. mbl.is/Sigurður Unnar

Stígamót skora á Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara. 

Sömuleiðis skora samtökin á alla sem koma til með að bjóða sig fram til stjórnar KSÍ til að gera upp við sig hvort þeim finnist eðlilegt að maður sem gegni trúnaðarstörfum fyrir hreyfinguna gangi fram gegn brotaþola ofbeldis. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá samtökunum.

Er þar vísað til þess að Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður og forseti dómstóla KSÍ, birti í fyrradag lögregluskýrslur með persónugreinanlegum gögnum úr skýrslutöku Þórhildar Gyðu, sem steig fram og lýsti ofbeldi sem landsliðsmaður beitti hana fyrir fjórum árum. 

„Konur sem kæra ofbeldi eiga alltaf yfir höfði sér ógnina um að verða kærðar fyrir rangar sakargiftir sé málið þeirra fellt niður og ef þær voga sér að segja upphátt hver beitti þær ofbeldi dettur kæra fyrir meiðyrði í hús.

Nú birtir fagaðili sem starfar innan kerfisins sem lögmaður lögregluskýrslur á Facebook í máli sem hann hefur enga beina aðkomu að,“ segir í tilkynningu Stígamóta.

Framganga Helga sýni alvarlegan viðhorfsvanda

Síðar er það rakið að í ofanálag „lækaði“ Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari færsluna „en hann gegnir embætti sem hefur úrslitavald um það hvort ofbeldismál fái áheyrn dómara eður ei“.

„Þessi framganga vararíkissaksóknara sýnir á hinn bóginn alvarlegan viðhorfsvanda háttsetts embættismanns í kerfinu og gefur ekki von um að menning sem leyfir sér að gera lítið úr brotaþolum ofbeldis verði upprætt á næstunni – og það í kerfinu sem á einmitt að vernda þessa sömu brotaþola.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert