Borgin gefur grænt ljós á flugskýli

Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar er að stofni til frá árinu 1943.
Núverandi flugskýli Landhelgisgæslunnar er að stofni til frá árinu 1943. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur tekið jákvætt í umsókn félagsins Öryggisfjarskipta ehf. um leyfi til að byggja nýtt flugskýli á Reykjavíkurflugvelli fyrir björgunarþyrlur Landhelgisgæslunnar. Eins og fram hefur komið rúmar núverandi flugskýli ekki flugflota Gæslunnar, þ.e. þrjár björgunarþyrlur og flugvél. Skýlið er að stofni til frá árinu 1943 og að mörgu leyti úrelt.

Hinn 16. júní sl. var gengið frá samkomulagi milli Landhelgisgæslunnar og félagsins Öryggisfjarskipta ehf., sem er í eigu ríkisins og fjármagnað hefur búnað og séð um uppbyggingu á húsnæði og mannvirkjum Neyðarlínunnar.

Í samkomulaginu er kveðið á um að Öryggisfjarskipti ehf. fjármagni og byggi flugskýli í þágu LHG.

Enn fremur að byggingin verði þannig úr garði gerð að hana megi taka niður og flytja þegar flugstarfsemi leggist af á Reykjavíkurflugvelli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert