Breyttur taktur í Geldingadalagosinu

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er eitthvað að gerast þarna því gas streymir upp úr gígnum, en ég þori ekki að fullyrða hvað er að gerast,“ sagði Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði við HÍ, um gíginn í Geldingadölum. Hegðun gossins breyttist á fimmtudaginn var eins og sést vel á óróaritinu. Gosvirknin hefur verið mjög róleg síðan þá. Glóð sást í gígnum í fyrrinótt.

„Afgösunin segir okkur að það er kvika þarna tiltölulega grunnt og það hlýtur að vera að koma inn fersk kvika,“ sagði Þorvaldur. Hann sagði að það væri líkt og eitthvað tefði kvikuna frá því að ná til yfirborðsins. Slík fyrirstaða gæti mögulega nægt til að stöðva gosið. Hann taldi þó ekki orðið tímabært að afskrifa gosið, sem hófst 19. mars. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »