Skaftárhlaup raskar ekki ró bændanna

Sæmundur Oddsteinsson.
Sæmundur Oddsteinsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við erum að fara núna í afrétt núna á föstudag að öllu óbreyttu. Mér sýnist að það verði bara allt í lagi upp á vatnið að gera. Við tökum því sem að höndum ber,“ segir Sæmundur Oddsteinsson, bóndi í Múla, sem í gær tók stöðuna á Skaftárhlaupi við gömlu brúna yfir Eldvatn.

Áfram er búist við því að hlaupið nái hámarksrennsli við þjóðveginn í dag. Sæmundur segir að meira þurfi til en hlaup sem þetta svo hann missi svefn. „Þetta er ekki helmingur af því sem talað var um í upphafi svo það sleppur allt. Það raskar ekkert ró okkar bændanna hér,“ segir hann og kveðst ekki hafa áhyggjur af því að nýja brúin gefi sig. „Þær eru þá tvær hérna, það væri sérstakt ef þær fara báðar.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »