44 smit innanlands – 19 í sóttkví

Yfir 260 þúsund manns hafa verið bólusettir hérlendis við kórónuveirunni.
Yfir 260 þúsund manns hafa verið bólusettir hérlendis við kórónuveirunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

44 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. Þetta kemur fram á Covid.is. 19 voru í sóttkví við greiningu, eða rúm 43%. 524 eru núna í einangrun, sem er fækkun um 20 á milli daga. Þrír greindust á landamærunum og er beðið eftir mótefnamælingu í öllum tilvikunum. 

Rétt eins og í gær eru sjö á sjúkrahúsi með Covid-19, þar af einn á gjörgæslu. 

897 eru í sóttkví, sem er 33 færra en í gær. Tekin voru 3.100 sýni, þar af 1.401 hjá fólki með einkenni. 

8 börn undir eins árs í einangrun

Á höfuðborgarsvæðinu eru 328 manns í einangrun og líkt og áður eru næstflestir í einangrun á Suðurnesjum, eða 89. Af þeim sem eru í einangrun eru átta börn undir eins árs aldri.

37 börn á aldrinum eins til fimm ára eru í einangrun og 130 á aldrinum sex til tólf ára. 

14 daga nýgengi á hverja 100 þúsund íbúa er komið niður í 8,5 á landamærum en innanlands er það 190,1. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert