Fluglitakóða fyrir Öskju breytt úr grænum í gulan

Öskjuvatn og fremst er gígurinn Víti.
Öskjuvatn og fremst er gígurinn Víti. mbl.is/Sigurður Bogi

„Í ljósi nýjustu gagna hefur Veðurstofan breytt fluglitakóða fyrir Öskju úr grænum í gulan. Það er gert þegar eldstöð sýnir merki um virkni, umfram venjulegt ástand,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Ríkislögreglustjóri lýsti í dag yfir óvissustigi vegna landsriss við Öskju en síðustu vikur hafa mælst hraðar landbreytingar í Öskju.

Á vef Veðurstofunnar segir að landrisið sé rúmlega 7 sentímetrar sem telst mikið á þessu tímabili. Líklegasta skýring landsrissins er að á 2-3 km dýpi sé kvika að safnast fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert