Sést í glóð að nóttu til

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er í rauninni bara status quo, allt eins og það hefur verið,“ segir Böðvar Sveinsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands um eldgosið í Geldingadölum.

Þá segir Böðvar að á nóttu til sjáist í glóð í gígbarminum og að ennþá komi svolítið gas upp úr gígnum. Glóðin sést á bæði gervitunglamyndum og svo á vefmyndavélum. Glóðin er þó einnig til staðar á daginn en þá sést hún ekki vegna birtu.

Böðvar bendir á að eins og er komi ekkert hraunrennsli úr gígnum. Það sé væntanlega vegna þess að ekki sé nægilega mikill kraftur í gosinu til að skjóta því upp úr.  

Að sögn Böðvars er ómögulegt að segja hvort þetta sé merki um að eldgosinu fari að ljúka.  

mbl.is