25 greindust innanlands – tveir á gjörgæslu

Fólk í biðröð eftir sýnatöku við Suðurlandsbraut.
Fólk í biðröð eftir sýnatöku við Suðurlandsbraut. mbl.is/Oddur

25 greindust með kórónuveiruna innanlands síðasta sólarhringinn. 13 voru í sóttkví við greiningu, eða 52%. Þetta kemur fram á Covid.is.  Sex eru á sjúkrahúsi með Covid-19 og þar af eru tveir á gjörgæslu. Er það fjölgun um einn frá því gær. 

507 eru núna í einangrun, sem er fækkun um 17 frá því í gær. 920 eru í sóttkví og er það fjölgun um 23 á milli daga. 

Eitt smit greindist á landamærunum. 

Tekin voru 2.534 sýni, þar af 1.354 hjá fólki sem var með einkenni. 

Alls eru 312 í einangrun á höfuðborgarsvæðinu og sem fyrr eru næstflestir í einangrun á Suðurnesjum, eða 87. mbl.is