Dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði

Vesturbær Reykjavíkur.
Vesturbær Reykjavíkur. mbl.is

Nokkuð hefur dregið úr umsvifum á fasteignamarkaði undanfarna mánuði. Á höfuðborgarsvæðinu voru gefnir út 623 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði í júlí samanborið við 794 í júní og 1.106 í mars, þegar met var slegið í fjölda kaupsamninga í stökum mánuði.

Þetta kemur fram í mánaðarskýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar um húsnæðismarkaðinn.

Tölurnar fyrir júli gætu hækkað eftir því sem fleiri kaupsamningum er þinglýst en ólíklegt er að hækkunin verði veruleg.

Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og á landsbyggðinni er fjöldi kaupsamning ennþá mikill í sögulegu samhengi en fer þó minnkandi.

Gefnir voru út 198 samningar á landsbyggðinni í júlí en 228 í júní, sem er um 13% samdráttur.

Í nágrenni höfuðborgarsvæðisins voru gefnir út 207 samningar í júlí en 2016 í mánuðinum á undan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert