Ellefu listar í tveimur kjördæmum

Það eru tíu flokkar sem skiluðu inn listum í öllum …
Það eru tíu flokkar sem skiluðu inn listum í öllum kjördæmum. mbl.is/Brynjar Gauti

Skilafrestur til þess að skila inn framboðslistum og öðrum gögnum rann út í hádeginu í dag. Það eru tíu flokkar sem skiluðu inn listum í öllum kjördæmum.

Í tveimur kjördæmum, Reykjavíkurkjördæmi Norður og Suðurkjördæmi, skiluðu ellefu flokkar framboðslista. Þetta staðfesta formenn yfirkjörstjórna í kjördæmum landsins.

Það er flokkurinn Ábyrg framtíð (Y) sem sker þar úr og teflir fram lista aðeins í þessum tveimur kjördæmum. Listarnir og gögnin verða yfirfarin á morgun og verður þá úrskurðað um lögmæti listanna.

Framboðin tíu sem skiluðu inn lista á landsvísu eru:

Framsóknarflokkurinn (B)

Viðreisn (C)

Sjálfstæðisflokkurinn (D)

Flokkur fólksins (F)

Sósíalistaflokkurinn (J)

Miðflokkurinn (M)

Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn (O)

Píratar (P)

Samfylkingin (S)

Vinstrihreyfingin–grænt framboð (V)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka