Hlaupið enn í gangi þó dregið hafi úr rennsli

Hlaupvatn er ennþá að dreifa sér um láglendið.
Hlaupvatn er ennþá að dreifa sér um láglendið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlaupið í Skaftá er enn í gangi, þó verulega hafi dregið úr rennsli og vatnhæð minnkað í árfarveginum. Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Hlaupvatn er ennþá að dreifa sér um láglendið en helstu merki þess eru að vatnshæð í Tungulæk sem kemur undan Eldhrauni er áfram hækkandi. Þó er ljóst að verulega hefur dregið úr áhrifum frá hlaupvatni á flóðasvæðinu.

Áfram er þó hætta á gasmengun nálægt upptökum Skaftár.

Þá segir að gul veðurviðvörun sem hefur verið gefin út og tekur gildi seinnipart sunnudags gæti valdið vatnavöxtum í ám og lækjum. Áhrif úrkomunnar geta orðið meiri en ella á áhrifasvæði hlaupsins vegna hárrar vatnsstöðu í kjölfar þess.

mbl.is