Rafleiðnin náði hámarki um klukkan sex

Frá Héraðsvötnum í Skagafirði, en þangað rennur Vestari-Jökulsá.
Frá Héraðsvötnum í Skagafirði, en þangað rennur Vestari-Jökulsá. mbl.is/Sigurður Bogi

Rafleiðni hlaupsins í Vestari-Jökulsá í Skagafirði náði líklega hámarki um klukkan sex í kvöld. 

Vatnshæð og rennsli hefur ekki aukist í ánni en á sama tíma hefur mátt sjá ansi gruggugt vatn, að sögn Sigþrúðar Ármannsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Rafleiðnin hefur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið.

„Við fylgjumst náttúrulega bara áfram með en á meðan vatnshæðin og rennslið hækkar ekki þá munu nú ekki skapast nein vandræði.“

Upptakakvíslar hlaupsins koma undan Hofsjökli norðanverðum en óvíst er þó nákvæmlega hvar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert