Stæði fyrir 550 bíla og 100 hjól

Svandís Svavarsdóttir skrifaði undir samning við Eykt.
Svandís Svavarsdóttir skrifaði undir samning við Eykt. mbl.is/Eva Björk

„Bílastæða- og tæknihúsið mun gegna veigamiklu hlutverki í starfsemi spítalans, bæði svo hægt sé að leggja bílum og hjólum á svæðinu en einnig fyrir tæknilega starfsemi. Miklu skiptir að bygging hússins hefur umhverfisvæna nálgun,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra sem skrifaði í gær undir samning við Eykt ehf. vegna fullnaðarhönnunar og verkframkvæmdar á nýju bílastæða- og tæknihúsi Landspítala við Hringbraut.

Bílastæða- og tæknihúsið verður um 19.500 fermetrar að stærð og er í raun átta hæðir, fimm hæðir ofanjarðar og þrjár neðanjarðar. BT-húsið, eins og það er kallað, mun rúma stæði fyrir um 550 bíla en stefnt að því að húsið verði tekið í notkun árið 2026. Í því verður hjólageymsla fyrir 100 hjól, þar af um fjórðungur fyrir rafhjól. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert