Þróar nýtt lyf við alzheimer

Dr Lars Lannfelt.
Dr Lars Lannfelt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Prófanir standa nú yfir á nýju líftæknilyfi sem vonast er til að geti stöðvað framgang alzheimer-sjúkdómsins á fyrri stigum.

Reiknað er með að niðurstöður prófana í þriðja fasa liggi fyrir í september 2022, að sögn dr. Lars Lannfelts, prófessors við Uppsalaháskóla og félaga í Konunglegu sænsku vísindaakademíunni. Hann sagði frá rannsóknum sínum og þróun nýja lyfsins á málþingi í Háskóla Íslands í gær.

Lyfið er kallað lecanemab en mun fá nýtt nafn verði það markaðssett. Rannsóknir Lannfelts í erfðafræði tauga hafa beinst að hlutdeild sameinda í orsök og meðferð alzheimersjúkdómsins. Hann er meðstofnandi og stjórnarmaður í BioArctic sem unnið hefur að þróun lyfsins.

„Þetta er umfangsmikil rannsókn og nær til 1.795 sjúklinga. Helmingurinn fær lecanemab og hinn helmingurinn fær lyfleysu. Við erum nokkuð vissir um að við fáum góðar niðurstöður. Ef við fáum aftur jafn góða niðurstöðu og í öðrum fasa rannsóknarinnar þá er ég viss um góðan árangur,“ sagði Lannfelt í samtali við Morgunblaðið. Rannsóknin er gerð víða um heim.

Frá vinstri: Kristín Hjörleifsdóttir Steiner læknir og þrír af fyrirlesurum …
Frá vinstri: Kristín Hjörleifsdóttir Steiner læknir og þrír af fyrirlesurum á málþinginu, þeir Jóhann G. Jóhannsson, Alvotech, Eugen Steiner fjárfestir og Róbert Wessman frá Alvotech og Alvogen. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert