Umræða um goslok ótímabær

Gígurinn er sannarlega ekki svona líflegur sem stendur. Nú er …
Gígurinn er sannarlega ekki svona líflegur sem stendur. Nú er þó eitthvað að draga til tíðinda. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Gosórói á Fagradalsfjalli jókst skyndilega mjög hratt í morgun og er enn vaxandi,“ segir í færslu Eldfjalla- og náttúruváhóps Suðurlands á Facebook. 

Eldgosið hefur legið í dvala í rúma viku, eða frá því á fimmtudaginn í síðustu viku. Nú virðist vera að draga til tíðinda.

„Enn sem komið er er ekki að sjá að bráð sé komin í gíginn á ný, né aukið gasútstreymi, en búast má við að það gerist innan skamms ef þessi atburðarás heldur áfram. Hvað sem verður, þá er ljóst að öll umræða um möguleg goslok er ótímabær,“ segir í umræddri færslu.

mbl.is