Fólk virti fjarlægðarmörk í Herjólfsdal

Kveikt var á þjóðhátíðarbrenn­unni á Fjósakletti í Herjólfs­dal í Vest­manna­eyj­um …
Kveikt var á þjóðhátíðarbrenn­unni á Fjósakletti í Herjólfs­dal í Vest­manna­eyj­um í gær­kvöldi. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Að sögn lögreglunnar í Vestmannaeyjum fór allt vel fram í Herjólfsdal í gær þar sem fjöldi fólks kom saman þegar kveikt var á þjóðhátíðarbrenn­unni á Fjósakletti.

Spurð hvort fjöldi hafi verið meiri en samkomutakmarkanir sem eru nú í gildi kveða á um segir lögreglan að dalurinn sé stór og fólk hafi verið á víð og dreif um hann og haldið almennum fjarlægðarmörkum. 

„Lögreglan var á staðnum og allt fór mjög vel fram. Það voru nánast allir farnir úr Herjólfsdalnum klukkan 10 um kvöldið.“

Að sögn lögreglu var fólk á víð og dreif um …
Að sögn lögreglu var fólk á víð og dreif um dalinn og hélt almennum fjarlægðarmörkum. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson
mbl.is