Héðinsreitur tekur á sig mynd

Bakgarður. Hugmyndin er að skapa borgargarð sem tengdur verður við …
Bakgarður. Hugmyndin er að skapa borgargarð sem tengdur verður við þjónustu og veitingasölu á reitnum Teikning/Arkþing - Nordic

Róbert Aron Róbertsson, framkvæmdastjóri hjá Festi, áformar að hefja uppsteypu á fyrsta áfanga Héðinsreits í Reykjavík um áramótin. Þær íbúðir verði tilbúnar í árslok 2023. Framkvæmdir við annan áfanga hefjist svo að óbreyttu í árslok 2022 eða snemma árs 2023.

Hér má sjá teikningar af fyrirhuguðum fjölbýlishúsum. Hönnunin er langt komin en ekki er um endanlegt útlit að ræða. Ríflega 200 íbúðir verða byggðar í áföngum eitt og tvö.

Til viðbótar er verið að byggja um hundrað íbúðir Mýrargötumegin á reitnum. REIR verk fer með þá uppbyggingu og er uppsteypa á kjallaranum langt komin.

Við Ánanaust. Áformað er að reisa húsið lengst til vinstri …
Við Ánanaust. Áformað er að reisa húsið lengst til vinstri og miðjuhúsið í fyrsta áfanga. Teikning/Arkþing - Nordic

Fjölbýlishúsin sem Festir reisir í fyrirhuguðum tveimur áföngum eru samtals um 30.000 fermetrar með sameign, bílastæðum í kjallara og atvinnuhúsnæði á jarðhæð. Íbúðirnar verða að meðaltali tæpir 100 fermetrar að meðtalinni geymslu.

Endurgerð gamla Héðinshússins í CenterHótel Granda var fyrsta skrefið í endurnýjun Héðinsreitsins. Þar hefur verið opnað 195 herbergja hótel með veitingahúsi. Á næstu mánuðum stendur til að opna þar jafnframt kaffihús og veitingasölu.

Þessu til viðbótar hafa verið byggð íbúðarhús handan götunnar við Seljaveg en Mýrargötumegin á þeim reit er Brikk með bakarí.

Róbert segir að við val á fyrirtækjum í atvinnurýmin á jarðhæð fjölbýlishúsanna verði horft til þess hvernig þjónustan muni gagnast íbúunum. Því verði ekki aðeins horft til leigutekna sem hún skapar.

Tenging við netverslanir

Jafnframt sé horft til þess að netsala sé að færast í vöxt. Ein hugmyndin sé að íbúar muni geta sótt netpantanir í einhverju þessara rýma þegar þeim hentar.

Á horni Vesturgötu og Seljavegar. Húsin í 2. áfanga. CenterHótel …
Á horni Vesturgötu og Seljavegar. Húsin í 2. áfanga. CenterHótel Grandi er lengst til hægri. Teikning/Jvantspjiker og THG arkitektar

Eins og sýnt er hér til hliðar er gert ráð fyrir stórum bakgarði.

„Svæðið er hugsað sem borgarmiðaður garður. Það verða lifandi gönguásar í gegnum þennan garð og það kemur til greina að hægt verði að efna til viðburða. Hugmyndin er að skapa lifandi torg og að íbúar geti sótt þangað þjónustu, keypt veitingar og varið þar dagsparti,“ segir Róbert og bendir á að margvísleg þjónusta sé í næsta nágrenni.

Varðandi hönnun húsanna segir Róbert lagða áherslu á að brjóta upp byggingarmassann og gera svæðið manneskjulegra með litahafi sem einkenni húsin í Vesturbænum.

Arkþing – Nordic og hollenska arkitektastofan Jvantspjiker, í samstarfi við THG arkitekta, eru hönnuðir húsanna og Studio Marco Piva frá Ítalíu fer með innanhússhönnun íbúða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »