Engin kvörtun borist

Sigurður G. Guðjónsson.
Sigurður G. Guðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Úrskurðarnefnd lögmanna hefur ekki borist kvörtun vegna Facebook-færslu Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns um mál knattspyrnumannsins Kolbeins Sigþórssonar. Þetta staðfestir Einar Gautur Steingrímsson, formaður nefndarinnar, í samtali við Morgunblaðið.

Að sögn Einars bærist slík kvörtun fyrst til Lögmannafélagsins og síðan til nefndarinnar, en hann bendir þó á að ef kvörtun hefði borist væri hún mjög nýleg því úrskurðarnefndin myndi fljótt frétta af því.

Sigurður Örn Hilmarsson, formaður Lögmannafélagsins, segist í samtali við Morgunblaðið ekki vita til þess að kvörtun hafi borist félaginu.

Þreyttur á „atlögum“

Sigurður hefur verið gagnrýndur fyrir áðurnefnda færslu sína á samfélagsmiðlum. Meðal annars af dóttur sinni, Eddu Sif, sem skrifaði að færslan væri hvorki honum né málstað Kolbeins til framdráttar.

Í samtali við mbl.is í liðinni viku sagði Sigurður færsluna hvorki fela í sér gerendameðvirkni né drusluskömmun. Þá sagðist hann einfaldlega vera orðinn þreyttur á „atlögum“ í garð knattspyrnu og Knattspyrnusambands Íslands.

Sigurður kvaðst hafa tjáningarfrelsi eins og blaðamenn til að vinna úr þeim gögnum sem hann fær og sér, en í færslunni birti Sigurður lögregluskýrslu og fleiri gögn sem tengjast ásökunum Þórhildar Gyðu Arnarsdóttur á hendur Kolbeini árið 2017. Hann vildi ekki gefa upp hvaðan hann fékk gögnin.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »