Svalur, Blake, Vopna, Sverð og Alpha samþykkt

Mannanafnanefnd samþykkti á dögunum 23 ný nöfn á mannanafnaskrá.
Mannanafnanefnd samþykkti á dögunum 23 ný nöfn á mannanafnaskrá. mbl.is/Eggert

Mannanafnanefnd hefur samþykkt 23 nöfn á mannanafnaskrá. Meirihluti þeirra, eða 22 eru eiginnöfn, en eitt er millinafn. Sjö nafnanna eru karlmannsnöfn, ellefu kvenmannsnöfn og fjögur eru skráð sem kynhlutlaus nöfn.

Karlmannsnöfnin sjö sem nefndin samþykkti eru; Niels, Svalur, Drómi, Úlfgrímur, Skúmur, Blake og Sasi. Varðandi nafnið Niels er tekið fram að þótt ritháttur þess með -ie- í ósamsettu orði sé ekki í samræmi við almennar ritreglur málsins. Hins vegar bera tveir menn nafnið í dag og það hefur áður komið fram í manntölum.

Kvenmannsnöfnin ellefu eru; Manley, Gjóska, Jasmin, Liisa, Lilith, Vopna, Degen, Tatiana, Matilda, Eden og Cleopatra. Varðandi nöfnin Liisa, Lilith og Cleopatra á það sama við og með Niels hér að ofan. Þau þykja ekki í samræmi við almennar ritreglur, en þar sem hefð sé fyrir þeim eru þau samþykkt. Sótt var um nafnið Eden sem millinafn, en því var hafnað á þeirri forsendu að það væri ekki dregið af íslenskum orðstofni. Það er hins vegar samþykkt sem eiginnafn.

Kynhlutlausu nöfnin fjögur eru; Villiljós, Sverð, Alpha og Snæ.

Að lokum var millinafnið Sæm samþykkt af nefndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert