Beint: Heilbrigðismál sem kosningamál

Á þessu málþingi verður fjallað um heilbrigðismál út frá hagsmunum …
Á þessu málþingi verður fjallað um heilbrigðismál út frá hagsmunum og réttindum almennings. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Málþing á vegum ASÍ og BSRB, sem ber yfirskriftina Heilbrigðismál sem kosningamál, fer fram á Hótel Nordica kl. 14 í dag. Hægt er að fylgjast með fundinum í beinu streymi á mbl.is. 

Fram kemur í tilkynningu, að á þessu málþingi verði fjallað um heilbrigðismál út frá hagsmunum og réttindum almennings. „Hvernig tryggjum við jafnt aðgengi og góða heilbrigðisþjónustu? Hvaða áhrif myndi aukin markaðsvæðing heilbrigðiskerfisins hafa?  Í lok málþingsins fá fulltrúar stjórnmálaflokka sem bjóða fram til Alþingis tækifæri til að koma kosningaáherslum sínum í heilbrigðismálum á framfæri.“

Málþingsstjóri er Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu – rannsóknastofnunar Vinnumarkaðarins

Dagskrá

14:00 – 15.15

Drífa Snædal, forseti ASÍ, opnar ráðstefnuna

Birgir Jakobsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra og fyrrum landlæknir „Að efla grunnþjónustuna: Hvað hefur tekist vel til og hvað vantar upp á?“

Sara S. Öldudóttir, sérfræðingur hjá ASÍ „Bilið sem þarf að brúa: ójöfnuður í heilsufari og mótsagnir í öldrunarmálum“

Steinunn Þórðardóttir, yfirlæknir heilabilunarhluta öldrunarlækningadeildar Landspítalans „Að velja sjúklinga: um áhrif ólíkra rekstrarforma á öldrunarþjónustu“

Arnar G. Hjaltalín, formaður stéttarfélagsins Drífandi „Að fæða, þroskast, veikjast og eldast … úti á landi“

Arna Jakobína Björnsdóttir, formaður Kjalar – stéttarfélags í almannaþjónustu „Áhrif einkavæðingar á starfsfólk“

Fyrirspurnir til frummælenda

15:15 – 15:30 Kaffihlé

15.30 – 17.00

Vivek Kotecha endurskoðandi og ráðgjafi: „Hvert rata peningarnir? Um fléttur fyrirtækja sem sinna almannaþjónustu“

Róbert Farestveit, sviðsstjóri sviðs stefnumótunar og greiningar hjá ASÍ „Er nóg til? Leiðir til að fjármagna mannsæmandi heilbrigðisþjónustu“

Fyrirspurnir til frummælenda

Sjónarmið stjórnmálaflokkanna: Fulltrúi allra flokka fá 2 mínútur til að bregðast við umræðunum. – 20

Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB slítur ráðstefnunni

mbl.is