Konurnar tóku yfir brugghúsið

Glatt var á hjalla hjá stelpunum í The Brothers Brewery …
Glatt var á hjalla hjá stelpunum í The Brothers Brewery íVestmannaeyjum á laugardaginn síðasta. Valgerður er þriðja frá vinstri.

„Þetta var rosalega skemmtilegt og það var mikið hlegið,“ segir Valgerður Þorsteinsdóttir, einn eigenda The Brothers Brewery í Vestmannaeyjum.

Þótt fjórir karlmenn komi jafnan fram fyrir hönd The Brothers Brewery eru fjölmargir kvenmenn hluti af teymi fyrirtækisins, bæði eigendur og starfsmenn á ölstofu. Á laugardaginn ákváðu allar þessar konur að taka yfir brugghúsið og brugga saman bjór. Þessi bjór verður til sölu á ölstofu The Brothers Brewery í október en í þeim mánuði er jafnan vakin athygli á baráttunni við krabbameini hjá konum á Bleika deginum.

„Ég greindist með brjóstakrabbamein árið 2020 en hef nú náð fullum bata. Ég naut aðstoðar Krabbavarnar í Vestmannaeyjum og nú ætlum við að borga til baka,“ segir Valgerður.

Hún segir að vel hafi tekist til í brugghúsinu og gaman verði að koma bjórnum í sölu og gefa hluta ágóðans til Krabbavarnar. „Okkur fannst gaman að sjá ferlið við bruggunina, við erum mun fróðari núna. Svo gerum við eitthvað skemmtilegt þegar bjórinn kemur í sölu.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert