Sigurður Hrannar stýrir Meistaradeildinni á Viaplay

Chelsea unnu Meistaradeildina í maí.
Chelsea unnu Meistaradeildina í maí. AFP

Viaplay sjónvarpar fyrsta leik Meistaradeildar Evrópu núna í dag sem er viðureign Young Boys og Manchester United. Viaplay er streymisþjónusta sem mun sýna helming viðureigna Meistaradeildarinnar þennan veturinn á móti Stöð 2 Sport. Sigurður Hrannar Björnsson mun stýra umfjölluninni um Meistaradeildina hjá miðlinum.

“Sigurður Hrannar þekkir fótbolta uppá tíu og hefur spilað í flestum deildum hér heima. Á hans heimili held ég að það sé bara talað um fótbolta. Það er besti undirbúningur í heimi,” er haft eftir Hjörvari Hafliðasyni yfirmanni íþróttaefnis á Viaplay á Íslandi í tilkynningu.

Ásamt honum verður Lovísa Dröfn sem hefur hingað til lýst leikjum hjá Viaplay.

Með Sigurði fram að áramótum verða þau Freyr Alexandersson þjálfari Lyngby í Danmörku og Rúrik Gíslason fyrrum landsliðmaður Íslands.

“Það vita allir hvað Freyr er öflugur í sjónvarpi og öllu því sem hann tekur sér fyrir hendur. Elísabet hefur náð mögnuðum árangri sem þjálfari í Svíþjóð og hefur mikla reynslu og ég hlakka sjá hana hjá okkur. Það segir sitthvað um magnaðan árangur hennar að hún er á sínu þrettánda ári sem þjálfari Kristianstads í sænsku úrvalsdeildinni,“ segir Hjörvar og bætir við:

„Rúrik er auðvitað með 16 ára reynslu sem atvinnumaður í fótbolta og hefur spilað í Meistaradeildinni á móti mönnum eins og Cristiano Ronaldo. Það er ómetanlegt að hafa slíkan mann í setti sem getur farið yfir það hvernig er að mæta þeim bestu.”

Kjartan Henry mun lýsa leikjum ásamt lýsendum Viaplay sem eru þau Hörður Magnússon, Gunnar Ormslev og Valtýr Björn Valtýsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert