Telja má ólíklegt að Claudia hafi haldið um vopnið

Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho.
Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérfræðingur tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, sem kom fyrir dómara í skýrslutöku í aðalmeðferð í Rauðagerðis-málinu í dag, sagði að hann teldi að Armando Beqirai, sem var ráðinn bani 13. febrúar sl., hafi verið skotinn í bakið. 

Hann greindi alls ellefu skotsár á peysu sem Armando klæddist þegar hann lést, sjö á framhlið og fjögur á bakhlið. 

Miðað við hvíta hringi í kringum skotsárin á peysunni, má greina að sum þeirra hafi komið í Armando á hlið en önnur beint á hann. 

Einnig sagði hann að tekin hefðu verið lífsýni af skotvopninu, við greiningu í Danmörku. Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari spurði mjög út í þau sýni og má ætla að hún vilji varpa ljósi á hverjir hafi handleikið byssuna dagana fyrir morðið. 

Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari (hægra megin í mynd).
Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari (hægra megin í mynd). mbl.is/Kristinn Magnússon

Erfitt að sanna samverknað

Ákæruvaldið vill enda reyna að sanna sekt þriggja sakborninga, sem ekki hafa játað aðild sína að málinu, þeirra Claudiu Sofiu Coel­ho Car­val­ho og Shpetim Qerimi. Þau eiga bæði að hafa handleikið tösku með morðvopninu í aðdraganda morðsins, en segjast hvorug hafa vitað að hún innihéldi byssu. 

Í framburði rannsóknaraðila frá Danmörku, sem gerði rannsókn á morðvopninu, sagði að ekki yrði tekin afstaða til þess hvort lífsýni sem fundust á byssunni væru úr Claudiu. Hvorki var hægt að segja af eða á hvort hún hafi á einhverjum tímapunkti handleikið morðvopnið, en jafnvel bendir til þess að svo sé ekki.

mbl.is