„Greinileg dyngjulögun“

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Merkja má greinilega dylgjulögun á hrauninu úr Geldingadölum samkvæmt færslu á síðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands. 

Síðunni er haldið úti af Eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands sem er fræðslu- og aðgerðahópur með áherslu á jarðfræði.

„Hraunskjöldurinn sem er að myndast hægt og rólega í Geldingadölum er farin að taka á sig sterka dyngjulögun, eins og þetta hæðarlíkan sýnir,“ segir í færslunni þar sem vísað er í loftmynd sem sýnir hæðarlíkan af hraunskildinum. 

Hæðarlíkanið er unnið af EFLU verkfræðistofu ásamt ENSu. Hæðarlíkanið er fengið frá Landmælingum Íslands.

mbl.is