Óska eftir aðstoð við móttöku flóttafólks

Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum.
Rauði krossinn óskar eftir sjálfboðaliðum. mbl.is/Hjörtur

Rauði Krossinn óskar eftir fleiri sjálfboðaliðum vegna móttöku flóttafólks hingað til lands og þá sérstaklega í þeim sveitarfélögum þar sem fjölskyldurnar setjast að, í Árborg, Reykjavík, Hafnarfirði og á Akureyri. 

Flóttafólkið hefur beðið frá því á síðasta ári eftir að koma hingað til lands en áformunum seinkaði vegna faraldursins, að því er segir í tilkynningu á vef Rauða krossins. Fjölskyldurnar sem komu hingað í síðustu viku hafa flestar búið í Líbanon, hvaðan þau flúðu, í fjölda ára við erfiðan kost.

Í tilkynningu Rauða krossins er þá fullyrt að síðast hafi verið tekið á móti flóttafólki á Íslandi í boði stjórnvalda haustið 2019.

mbl.is