Skaplegur vindur og rigning næstu daga

Vætusamt verður næstu daga.
Vætusamt verður næstu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fremur vætusamt verður næstu daga og mun rigna í öllum landshlutum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands í morgun.

Mismikið mun þó rigna eftir landshlutum og ekkert endilega á sama tíma heldur og eins munu koma kaflar þar sem dagpartar verða alveg þurrir.

Hlýtt miðað við árstíma

„Vindur flesta daga skaplegur og munu nokkrar smálægðir gera sig líklega í nágrenni við landið sem aftur gefur breytilegar vindáttir. Sömuleiðis er hiti almennt þokkalega hár miðað við að komið er fram í miðjan september,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings. 

Veðurhorfur á landinu næstu daga samkvæmt spá Veðurstofur Íslands: 

Á fimmtudag:
Suðaustan 8-15 m/s og víða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hægari breytileg átt um kvöldið og bætir í úrkomu. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast á N-landi.

Á föstudag:
Norðlæg átt 3-10 m/s, víða skúrir eða rigning, síst vestast og kólnar heldur.

Á laugardag:
Hæg breytileg átt, skýjað og dálítil væta, einkum fyrir norðan. Hiti 5 til 11 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Suðlægar áttir með vætu víða um land, en fremur milt veður.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir suðvestanátt með vætu en þurrt SA-til. Hiti 5 til 10 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert