Valt við árekstur tveggja bíla

Annar bíllinn valt eftir áreksturinn.
Annar bíllinn valt eftir áreksturinn. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Árekstur varð á milli tveggja fólksbíla í Mosfellsbæ laust yfir klukkan 21 í gærkvöldi. Við áreksturinn valt annar bílinn. 

Að sögn aðstoðarvarðstjóra á vakt hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins urðu engin alvarelg slys á fólki. Hreinsa þurfti upp olíuleka á vettvangi. 

Sjúkrabílar á höfuðborgarsvæðinu sinntu 116 sjúkraflutningum síðastliðinn sólarhring, þar af 9 Covid-19 tengdum verkefnum.

Nóttin var annasöm hjá slökkviliðinu sem sinnti 46 sjúkraflutningum og sex útköllum á dælubíla.

Útköll á dælubíla síðasta sólarhring voru átta, þar á meðal var björgun á ketti, tvö útköll vegna elds í gámum, reykræsting og útkall vegna bilaðs reykskynjara ásamt fyrrnefndu umferðaslysi. 
mbl.is