Hiti nái allt að 17 stigum

Hiti gæti náð allt að 17 stigum í dag.
Hiti gæti náð allt að 17 stigum í dag. Ljósmynd/mbl.is

Suðlæg átt verður ríkjandi í dag og vindur um 8-13 metrar á sekúndu, víða rigning, en úrkomulítið á Norðausturlandi. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vakt hjá Veðurstofu Íslands í morgun. 

Þar segir að hiti verði i 10 til 17 stig, hlýjast fyrir norðan.

„Vestan og norðvestan átt á morgun og væta í flestum landshlutum, en víða bjart og þurrt á suðvesturhorninu. Heldur kólnandi veður.

Á laugardaginn verður hæg breytileg átt og sums staðar dálítil væta, en bætir í úrkomu sunnantil seinnipartinn. Hiti 8 til 12 stig,“ segja hugleiðingar veðurfræðings. 

Kólnar að haustjafdægri

Veðurhorfur næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands: 

Á föstudag:
Vestan og norðvestan 5-13 m/s og skúrir eða rigning, en úrkomuminna suðvestantil. Hiti 6 til 14 stig, hlýjast á Suðausturlandi.

Á laugardag:
Suðaustan 5-13 og fer að rigna á Suður- og Vesturlandi og líka fyrir austan um kvöldið. Annars hæg breytileg átt og víða skúrir. Hiti 7 til 12 stig.

Á sunnudag:
Sunnan 8-13 og rigning, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á mánudag og þriðjudag:
Suðvestanátt og skúrir, en léttskýjað norðaustan- og austanlands. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Austurlandi.

Á miðvikudag (haustjafndægur):
Útlit fyrir austlæga átt og rigningu á sunnan- og vestanverðu landinu, en bjart norðaustantil. Fremur kólnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert