Kölluð úr fríi til að kanna stöðu vínkjallarans

Til stendur að gera kanna birgðastöðu vínkjallara Bessastaða vegna ásakana …
Til stendur að gera kanna birgðastöðu vínkjallara Bessastaða vegna ásakana um að vín þar hafi verið tekið með ólögmætum hætti. mbl.is/Kristinn Magnússon

Til stendur að gera könnun á birgðastöðu vínkjallara Bessastaða og verður Helga Einarsdóttir, ráðsmaðurinn á Bessastöðum, kölluð úr fríi til að framkvæma birgðakönnunina. Þetta segir á vef Ríkisútvarpsins en þar er vitnað í skriflegt svar Árna Sigurjónssonar, skrifstofustjóra embættis forseta Íslands, við fyrirspurn RÚV.

Í svarinu segir að yfirleitt væri ekki haldið utan um vín- og matarbirgðir Bessastaða með formlegum hætti. Þess í stað geri staðarhaldari og ráðsmaður viðvart ef drykki vantaði í eldhús og þeirra væri aflað í kjölfarið.

Ástæða málsins er sögð vera pistill Sigurðar G. Guðjónssonar hæstaréttarlögmanns sem hann birti á facebooksíðu sinni fyrr í vikunni. Þar veltir Sigurður fyrir sér hvort vín hafi verið tekið með ólögmætum hætti úr vínkjallara Bessastaða af ráðsmanni og embættismanns í starfsliði forseta.

Þá gagnrýnir Sigurður embættið og forsetahjónin harðlega vegna þess hvernig staðið var að máli vegna atviks sem átti sér stað í Parísarferð á vegum embættisins árið 2018.

Þar á sami ráðsmaður að hafa beitt þrjá aðra starfsmenn kynferðislegri áreitni, hlotið skriflega áminningu en fengið að snúa aftur til starfa eftir leyfi. Allir þrír starfsmennirnir sögðu í kjölfarið starfi sínu lausu og hefur einn þeirra kært málið til lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert