Mikil vöntun á A plús og O mínus blóðgjöfum

Opið verður í dag til 19 á Snorrabraut og 17 …
Opið verður í dag til 19 á Snorrabraut og 17 á Glerártorgi á Akureyri og er óskað eftir því að fólk hringi til að bóka tíma í blóðgjöf. mbl.is/Ómar

Mikil vöntun er á blóði í blóðflokkum A plús og O mínus og óskar því Blóðbankinn eftir blóðgjöfum í færslu á Facebook-síðu sinni.

„Staðan er frekar slæm, við erum búin að vera lengi undir okkar mörkum eða þeim stað sem við viljum vera. Okkur hefur gengið illa að ná inn blóðgjöfum,“ segir Ína Björg Hjálmarsdóttir, deildarstjóri Blóðbankans.

„Við auglýsum nær daglega eftir blóðgjöfum en fáum ekki nægilega góða svörun, við þurfum líka að hringja út og senda skilaboð á tiltekinn hóp eins og við höfum oft áður gert.“

Opið verður í dag til 19 á Snorrabraut og 17 á Glerártorgi á Akureyri og er óskað eftir því að fólk hringi til að bóka tíma í blóðgjöf.

Á morgun föstudag er opið frá kl 08:00-13:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert