Björgunarsveitin kölluð út er rúta sat föst í Akstaðaá

Rútunni var síðan komið í land til að koma í …
Rútunni var síðan komið í land til að koma í veg fyrir mengunarslys. Ljósmynd/Facebooksíða Landsbjargar

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í dag að Akstaðaá á Þórsmerkurleið þar sem rúta með 32 manns um borð sat föst í ánni.

Í færslu á Facebook-síðu Landsbjargar segir að björgunarsveitarfólki hafi gengið vel að ferja farþegana í land sem síðan voru sóttir af annarri rútu.

Rútunni var síðan komið í land til að koma í veg fyrir mengunarslys.

mbl.is