Síðasti dagurinn í dag

Sakborningar í málinu ásamt verjendum sínum. Frá vinstri, efri röð; …
Sakborningar í málinu ásamt verjendum sínum. Frá vinstri, efri röð; Shpetim Qerimi, Murat Selivrada, Claudia Sofia Coel­ho Car­val­ho, túlkur Claudiu, Geir Gestson verjandi Murats og Sverrir Halldórsson, verjandi Claudiu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðasti dagur skýrslutöku í Rauðagerðismálinu hefst í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Löngum og ströngum skýrslum sakborninga, lögreglumanna, sérfræðinga og annarra vitna er því næstum lokið. 

Meðal þeirra sem komið hafa fyrir héraðsdóm til að gefa skýrslu eru allir sakborningar í málinu; Angjelin Sterkaj, sem játað hefur að hafa orðið Armando Beqirai að bana 13. febrúar, Shpetim Qerim, Claudia Sofia Carvalho og Murat Selivrada. 

Angj­el­in Sterkaj.
Angj­el­in Sterkaj. mbl.is/Kristinn Magnússon

Auk þeirra hafa komið vitni á borð við Anton Kristinn Þórarinsson, gjarnan kallaður Toni, konu hans Ellen, Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju hins látna Armando, bróður Armandos, vini Armandos og vini Angjelins. 

Margeir Sveinsson mætir í héraðsdóm

Í dag er ráðgert að Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, mæti í héraðsdóm og gefi skýrslu. 

Angjelin Sterkaj hefur játað morðið á Armando Beqirai og má því gera ráð fyrir að hann hljóti dóm fyrir það, þótt ómögulegt sé að segja hversu þungan dóm hann hljóti. Enn erfiðara er að segja til um hvort Claudia, Shpetim og Murat hljóti dóm, en þau eru ákærð fyrir samverknað með Angjelin og neita öll sök. 

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn.
Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómsuppkvaðning eftir um fimm vikur

Þótt skýrslutöku málsins ljúki í dag munu réttarhöldin halda áfram á fimmtudag í næstu viku. Þá munu verjendur sakborninganna fjögurra, auk Kolbrúnar Benediktsdóttur varahéraðssaksóknara, flytja mál sitt fyrir dómara.

Heildarskýrsla um málið eru einar 2 þúsund blaðsíður og má gera ráð fyrir að sókn og vörn í málinu gefi sér góðan tíma til þess að flytja mál sitt. 

Fjórum vikum eftir það má gera ráð fyrir að verði dómsuppkvaðning í málinu. Fylgjast má með framvindu mála allt þangað til á mbl.is.

Anna Barbara Andradóttir hjá embætti héraðssaksóknara og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari.
Anna Barbara Andradóttir hjá embætti héraðssaksóknara og Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert