Verða í Frostaskjóli meðan framkvæmdum stendur

Leikskólinn Ægisborg.
Leikskólinn Ægisborg. mbl.is/Kristinn Magnússon

Á morgun munu hefjast framkvæmdir á leikskólanum Ægisborg í Reykjavík þar sem skipt verður um gólfefni. Þetta segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Þar segir að borgin hafi óskað eftir úttekt á húsnæði leikskólans hjá verkfræðistofunni Eflu eftir ábendingu leikskólastjóra í sumar. Úttektin hafi leitt í ljós óvenjulega hátt rakastig í gólfplötu skólans. Því hafi verið ákveðið að skipta um gólfefni, þar að auki verði settur hiti í gólf og lagðar drenlagnir við leiksólann.

Þá verður leikskólastarf halda áfram í stærstum hluta skólans en til stendur að 28 eldri börn og sjö starfsmenn fái aðstöðu hjá KR í Frostaskjóli meðan framkvæmdir standa yfir.

Áætlað er að framkvæmdum innandyra ljúki í fyrri hluta nóvember.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert