17 Covid-flutningar og þrjú útköll

Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið fór í þrjú útköll vegna viðvörunarkerfa síðasta sólarhringinn og voru þau öll minniháttar og auðleyst.

Þetta kemur fram á facebooksíðu slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu.  

„Slökkvilið sendir bíl af stað í viðvörunarkerfi sem fara í gang á heilbrigðisstofnunum, dvalar og hjúkrunarheimilum hótelum og fleiri  stöðum þar sem starfsemi eða byggingar eru með einhverja áhættuþætti eða söguleg verðmæti,“ segir á síðunni.

Farið var í 105 sjúkraflutninga og 17 flutninga vegna Covid-19 síðasta sólarhringinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert