17% vilja ekki vera aftur í samninganefnd

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stór hluti fólks í kjaraviðræðum eða um 40% allra í samninganefndum stéttarfélaga og launagreiðenda sem hafa tekið þátt í gerð kjarasamninga í samningalotunni sem hófst í byrjun árs 2019, eru fyrsta sinn í samninganefnd um kjarasamninga og nær einn af hverjum fimm eða 17,2% segjast ekki geta hugsað sér að vera í samninganefnd aftur. Þetta kemur fram í könnun sem ríkissáttasemjari lét gera á upplifun þeirra sem komið hafa að gerð kjarasamninga í samningalotunni.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari segir framangreindar niðurstöður skilaboð til embættisins að taka þurfi enn þá betur á móti því samningafólki sem kemur nýtt inn í þessa vinnu, því þurfi að líða vel við þessar aðstæður, taka virkan þátt í samningaviðræðunum frá fyrsta degi og finna að á það sé hlustað. Könnunin sýnir almenna ánægju með störf ríkissáttasemjara og yfir 90% eru sátt við embættið. Lokið er gerð rúmlega 320 samninga í samningalotunni en enn eru tíu sáttamál í gangi hjá sáttasemjara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »