25 smit og tæp 40% ekki bólusett

Skimað er fyrir kórónuveirunni við Suðurlandsbraut.
Skimað er fyrir kórónuveirunni við Suðurlandsbraut. mbl.is/Oddur

25 kórónuveirusmit greindust í gær. Daginn þar áður voru þau 37 talsins.

Af þeim sem smituðust eru níu ekki bólusettir, eða tæp 40%. Fimmtán eru bólusettir. Þá stendur einn út af en ekki eru gefnar upplýsingar um bólusetningarstöðu viðkomandi á vefnum covid.is.

Í því samhengi ber að nefna að 13% landsmanna, 12 ára og eldri, eru ekki fullbólusett.

mbl.is

Bloggað um fréttina