Alþjóðlegri leit að hollenskum manni hætt

Skútan Laurel.
Skútan Laurel. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Landhelgisgæsla Íslands og danski heraflinn hafa undanfarnar vikur staðið fyrir alþjóðlegri leit að Hollendingi sem hélt frá Vestmannaeyjum áleiðis til syðsta hluta Grænlands á skútunni Laurel þann 8. ágúst.

Ekkert hefur spurst til mannsins, að því er segir í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni

Varðskipin Þór og Týr ásamt þyrlum Landhelgisgæslunnar hafa leitað að skútunni sem og loftför, skip og bátar danska heraflans. Leitin hefur ekki borið árangur.

Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta leit á meðan engar frekari vísbendingar um afdrif skútunnar og skipverjans liggja fyrir, segir ennfremur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert