Annað gos reyndist vera tunglið

Eldgosið í Geldingadölum.
Eldgosið í Geldingadölum. mbl.is/Árni Sæberg

Á Facebook-síðu Veðurstofunnar er greint frá því að næturvaktin þar hafi fengið töluvert af tilkynningum í kvöld varðandi hugsanlegt annað eldgos, austan við Fagradalsfjall.

„Allir höfðu sömu sögu að segja, mjög greinilegur bjarmi austan við eldstöðvarnar. Við nánari athugun kom í ljós að þarna var tunglið að stríða okkur!“ segir í pósti Veðurstofunnar, en það mun hafa verið glóandi appelsínugult á lit og gægst á milli lágskýjana. 

Annars hefur verið mikið fjör í eldgosinu í kvöld, en sjá má á vefmyndavél mbl.is að hraun hefur flætt þaðan í áttina að Nátthaga. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert