Fundur um launajafnrétti í opnu streymi

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar fundinn með ávarpi.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar fundinn með ávarpi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rafrænn fundur forsætisráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um launajafnrétti fer fram í opnu streymi milli klukkan 8:30 og 9:30, í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum.

Þetta kemur fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra opnar fundinn með ávarpi, þar á eftir kynnir Reykjavíkurborg jafnlaunakerfi sitt og jafnlaunavottun, og að lokum verður rannsókn Hagstofunnar á kynbundnum launamun sem gerð var að beiðni forsætisráðuneytisins kynnt.

Markmiðið með alþjóðlega jafnlaunadeginum er að vekja athygli á aðgerðum sem stuðla að launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmið um jöfn laun fyrir jafn verðmæt störf nái fram að ganga,“ segir í tilkynningunni.

Hægt verður að fylgjast með streyminu hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert