Innkalla búninga fyrir börn

Búningarnir sem um ræðir hafa verið teknir úr sölu.
Búningarnir sem um ræðir hafa verið teknir úr sölu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagkaup innkallar búninga fyrir börn frá fyrirtækinu Disguise. Þetta segir í tilkynningu frá Hagkaup en ástæða innköllunar segir fyrirtækið vera ófullnægjandi merkingar um vottun.

Búningarnir sem um ræðir voru til sölu í Hagkaup Skeifunni, Kringlunni, Garðabæ, Smáralind, Spöng og á Akureyri en hafa verið teknir úr sölu segir í tilkynningunni.

„Viðskiptavinum sem versluðu vöruna, er bent á að hægt er að skila búningunum í næstu Hagkaups verslun gegn fullri endurgreiðslu. Hagkaup biður viðskiptavini sína innilega afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda.“

Nánar um innköllunina hér:mbl.is