Segir öryggi og persónuvernd í fyrirrúmi

Landspítalinn við Hringbraut.
Landspítalinn við Hringbraut. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., segir í samtali við mbl.is að hönnun rannsóknahússins byggi á notendastuddri hönnun „þar sem tugir ef ekki á annað hundrað starfsmenn Landspítala koma að málum eftir velmótuðu samráðskerfi.“

Fjórir yfirlæknar á Landspítalanum gagnrýndu í dag nokkur atriði í hönnun nýs rannsóknarhúss, og sögðu stefna í alvarlega hönnunargalla. 

Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf.,
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala ohf., Ljósmynd/Aðsend

„Innlendir og erlendir fagaðilar, hönnuðir, vinna svo úr þeirri stefnumörkun sem Landspítali hefur mótað um húsið,“ segir Gunnar. 

Leggja ekki til gallaða byggingu

Hann segir Nýjan Landspítala, hönnuðir þeirra og Landspítalinn, ekki leggja upp byggingu á húsi sem innifelur hönnunargalla. 

„Síður en svo og alveg ljóst að í þessu nýja húsi líkt og öðrum í Hringbrautarverkefninu er í fyrirrúmi öryggi og persónuvernd. Vissulega eru í húsinu vinnurými sem eru verkefnamiðuð, en þar með er ekki öll sagan sögð.

Húsið er mjög sveigjanlegt og stendur jafnfætis þeim nýjustu húsum sem verið er að hanna og byggja í Evrópu. Landspítali og starfsmenn þess hafa miðlað í nokkur ár verulegum upplýsingum sem hönnun hússins byggir á.“

Gert hafi verið ráð fyrir þyrlupalli samkvæmt þeim forsendum sem byggt var á frá 2012 og heimild liggur fyrir í deiliskipulagi.

Svona á nýtt rannsóknarhús við Landspítalann að líta út.
Svona á nýtt rannsóknarhús við Landspítalann að líta út. Teikning/Aðsend

Endumeta forsendur þyrlupalls

„Allir flugferlar liggja fyrir en Nýr Landspítali hefur einnig látið vinna vindgreiningar í starfrænu hermilíkani og leitað ítarlegra upplýsinga í Noregi m.a. hjá norskum sjúkrahúsum.“

Gunnar segir að sömuleiðis hafi verið farið yfir burðarþol og sveiflufræði hússins.

„Þá hefur málið verið skoðað áfram með Landhelgisgæslunni, Landspítalnum og sjúkraflutningum. Allt þetta er gert sem hluti af undirbúningi og endurmati áætlana vegna þyrlupallsins áður en til frekari fjárfestinga kemur. Mjög fljótlega liggur fyrir niðurstaða þess endurmats,“ segir Gunnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert