Segja galla í hönnun nýs rannsóknahúss

Löngum hefur verið beðið eftir nýrri rannsóknaraðstöðu fyrir Landspítalann. Hún …
Löngum hefur verið beðið eftir nýrri rannsóknaraðstöðu fyrir Landspítalann. Hún mun leysa starfsem af hólmi sem í dag er á ellefu stöðum. mbl.is/Jón Pétur

Fjórir yfirlæknar á Landsspítalanum segja að galli sé í hönnun nýs rannsóknahúss spítalans. Um sé að ræða tvo galla sem kunni að verða dýrkeyptir. Þetta kemur fram í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag (opið fyrir áskrifendur). Þeir segja að þeir hafi án árangurs reynt að vekja athygli innan veggja sjúkrahússins á þessum tveimur hönnunargöllum. 

Þeir benda í fyrsta lagi á, að það sé ekki gert ráð fyrir því að sérfræðingar, aðrir stjórnendur deilda eða gæðastjórar hafi ákveðin skrifstofurými. Þetta sé afturför frá núverandi aðstöðu. Þeir segja að þetta muni gera spítalanna að minna eftirsóknarverðum vinnustað yfirmanna, lækna og annarra sérfræðinga en efni standi til. 

Geti valdið slysum og truflunum í tækjabúnaði

Síðarnefndi gallinn í hönnun hússins sé staðsetning á stórum þyrlupalli á þaki þess. Þeir segja að lendingar og flugtak stórra og öflugra björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar muni valda verulegum titringi og stormsveipum í og í kringum rannsóknahúsið. Ryk muni þyrlast upp en það getur truflað margar mælingar. Þetta geti valdið slysum og truflunum í tækjabúnaði

Fyrsta skóflustungan að rannsóknarhúsinu var tekin af húsinu 3. september. 

„Mikilvægt er að þeir sem gæta hagsmuna almennings viti af þessu áður en lagt er af stað í dýrkeypta ferð,“ skrifar læknarnir. 

Oft ógjörningur að fá upplýsingar um hver taki einstakar ákvarðanir

Í greininni segir sömuleiðis að við hönnun hússins hafi sjónarmið yfirlækna verið sniðgengin: 

„Það hefur oft reynst ógjörningur að fá upplýsingar um hver tekur einstakar ákvarðanir í hönnunarferlinu. Þegar yfirlæknar reyndu að koma mótmælum á framfæri var helst að heyra að framkvæmdasýsla ríkisins eða fjármálaráðuneytið hefði mælt fyrir um óviðunandi skrifstofuhúsnæði og að hönnuðum/arkitektum væri gert að fylgja fyrirmælum þaðan þótt vilji þeirra sjálfra stæði til annars. Sagt er að aðilar erlendis sem ekki næst í hérlendis (t.d. Niras AS í Danmörku) hafi lagt línurnar en yfirlæknarnir hafa aldrei hitt fulltrúa þessara fyrirtækja.“

Höfundar greinarinnar eru þeir:  

  • Björn Rúnar er yfirlæknir, ónæmisfræði,
  • Ísleifur er yfirlæknir klínískrar lífefnafræði,
  • Jón Jóhannes er yfirlæknir erfða- og sameindalíffræði og
  • Páll Torfi er yfirlæknir blóðmeinafræðiyfirlæknir blóðmeinafræði á Landspítala.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert